Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 597  —  199. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Loga Einarssyni um fagmenntun starfsmanna stofnana.


     1.      Hversu margir starfsmenn unnu hjá Rannsóknastofu byggingariðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Mannvirkjastofnun og Íbúðalánasjóði árið 2016 og hver var fagmenntun þeirra? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum.
    Ofangreindar stofnanir heyrðu ekki undir innviðaráðuneyti á þessum tíma en málaflokkarnir færðust til ráðuneytisins árið 2021. Ráðuneytið leitaði eftir umbeðnum upplýsingum hjá Fjársýslu ríkisins en stofnunin býr ekki yfir upplýsingum um menntun og fjölda starfsmanna Rannsóknastofu byggingariðnaðarins. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um menntun allra starfsmanna ofangreindra stofnana. Eftirfarandi upplýsingar í töflu 1 bárust ráðuneytinu.

Tafla 1.
Íbúðalánasjóður Mannvirkjastofnun Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Menntunarkóði og skýring Stöðugildi á ári Fjöldi kennitalna Stöðugildi á ári Fjöldi kennitalna Stöðugildi á ári Fjöldi kenn italna
59,4 87 16,9 29 68,7 96
20 Grunnskóli, nánari upplýsingar vantar 1 1
23 Gagnfræðapróf 0,3 1
30 Framhaldsskólastig 5,1 6
33 Burtfararpróf úr iðn 0,2 1
36 Stúdentspróf 0,2 1
40 Viðbótarstig 4,2 5 0,3 1 0,7 1
44 Stutt hagnýtt nám á háskólastigi, grunndiplóma 0,8 1
60 Háskólastig 9,3 10 2,2 5 1 1
61 Bakkalárgráða úr háskóla 2 2 1,9 5 0,3 2
62 Viðbótardiplóma við bakkalárgráðu 0,3 1 0,4 2
71 Löng kandídatsgráða, t.d. í læknisfræði 0,8 3
72 Meistaragráða 0,8 2 4,2 12 4,1 5
80 Doktorsgráða 0,3 1 0,7 1
99 Óþekkt 1,2 2

     2.      Hversu margir starfsmenn unnu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í ársbyrjun 2023 og hver var fagmenntun þeirra?
    Í ársbyrjun 2023 störfuðu 148 starfsmenn hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í töflu 2 má sjá yfirlit um menntun þeirra.

Tafla 2.
Menntun Fjöldi
Alþjóðamarkaðsfræði 1
Arkitekt 2
Byggingafræði 6
Byggingaiðnfræði 4
Framhaldsskólamenntun 20
Guðfræði 1
Hagfræði 1
Hönnun 1
Iðjuþjálfun 1
Iðnnám 5
Íslensk fræði 1
Kerfisfræði 4
Landfræði 4
Líffræði 1
Lögfræði 22
Mannfræði 1
Margmiðlunarfræði 1
Mælingar-, skipulags- og landstjórnarfræði 1
Ófaglærðir 14
Rekstrarfræði 1
Sálfræði 1
Sjávarútvegsfræði 1
Stærðfræði 1
Tómstunda- og félagsmálafræði 1
Tæknifræði 11
Tölvunarfræði 5
Umhverfis- og auðlindafræði 1
Uppeldis- og menntunarfræði 2
Upplýsingafræði 2
Verkfræði 10
Viðskiptafræði 21
Samtals 148